Öryggisreglur
Neðangreindar reglur um meðferð skotvopna og almenna umgengni gilda á skotsvæði Skotíþróttafélags Suðurlands.
- Skylt er að hafa byssur í tösku/poka þegar komið er á æfingasvæði SFS.
- Óheimilt er að hafa ólar á byssum sem notaðar eru til æfinga.
- Einungis er heimil notkun skráðra skotvopna á æfingasvæði SFS og hverjum skylt að sýna skotvopnaleyfi og/eða félagsskírteini sé þess óskað.
- Skotmanni er skylt að hafa byssu opna, meðhöndla hana eins og hún sé hlaðin og beina hlaupinu ávallt í örugga skotstefnu.
- Aðeins æfingastjóri heimilar skotmanni að taka sér stöðu með byssu, hlaða og skjóta.
- Aðeins er heimilt að skjóta á viðurkennd skotmörk í viðurkennda skotstefnu.
- Öll meðhöndlun á byssum er bönnuð utan skotstæða og þegar skotmenn er á skotbana við skoðun skotmarka.
- Skotmaður sem þarf að meðhöndla byssu á einhvern hátt utan skotsvæðis skal fá til þess leyfi æfingastjóra.
- Æfingastjóri stjórnar skotæfingum og ber ábyrgð á að reglum sé framfylgt og er skotmönnum skylt að hlýða fyrirmælum hans.
- Öryggisreglur em ganga lengra í einstaka skotgreinum skulu gilda á viðkomandi æfingu.
- Öll meðferð og notkun áfengis er stranglega bönnuð á æfingasvæðinu.
- Brot á ofangreindum reglum getur varðað brottrekstur af svæðinu.