Fréttir

Birt 14. september 2016 | Stjórn

Innanfélagsmót.

Á laugardaginn 17. sept. verður haldið blandað mót.

Fyrst er skotið úr rifflum á 150 og 200 metra færi, 5 skot á hvort færi.

Þá er svo skotinn einn hringur í leirdúfu og svo stigin talin saman í lokin.

Mót hefst kl 10:00, keppnisgjald 1500 kr.

Og svei mér þá ef það verða ekki grillaðar beikonvafðar pylsur ofaní liðið á eftir.

 

Þessi dagur er jafnframt síðasti opnunardagurinn hjá okkur enda orðið tímabært að gefa starfsmönnunum sumarfrí.

En félagsmenn geta að sjálfsögðu nýtt sér svæðið í allann vetur.

Stefnt er á að koma rafmagni á riffilskýlið sem fyrst og í leiðinni að setja upp kastara við hvert spjald þannig að hægt verði að skjóta á lygnum vetrarkvöldum.

 

Skotíþróttafélag Suðurlands þakkar öllum sem heimsóttu okkur í sumar.

 

kv StjórninAftur upp ↑

'