Fréttir no image

Birt 27. mars 2009 | Stjórn

Aðalfundi lokið

Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins á aðalfundi sem lauk um klukkan 22:30 á fimmtudaginn.

Formaðurinn Jóhann Norðfjörð Jóhannesson gaf kost á sér til endurkjörs og einn nýr maður kom inn í stjórnina, þorsteinn Lýðsson. Aðrir stjórnarmenn eru áfram, Garðar Guðmundsson varaformaður, Sigurður Sveinn Jónsson gjaldkeri og Dagbjartur Ketilsson ritari. Endurskoðaðir reikningar félagsins voru samþykktir en lítilsháttar tap varð á rekstir félagins í fyrra, 2008 aðallega vegna endurnýjurnar á kastvélum á velli 1. á fundinum var skorða á stjórnina að hraða endurbótum á aðstöðu á riffilvelli. Samþykkt var tillaga stjórnar að halda árgjöldum óbreyttum, kr. 5000. Eitthvað á milli 15 og 20 félagsmenn mættu á fundinn og var boðið upp á vínarbrauð og nýskotnar kleinur í kaffihléi.Aftur upp ↑

'