Fréttir no image

Birt 29. ágúst 2008 | Stjórn

Nýjar vélar komnar upp á velli 1

Vaskur hópur manna tók til hendinni á fimmtudaginn. Lauk deginum á því að kasta eins og einum kassa af dúfum úr nýju Nasta vélunum sem settar voru upp og tengdar. Tæknimaður frá Nasta sá um að setja vélarnar upp og jafnframt yfirfór hann gömlu Nasta vélarnar á velli 2. þær voru útskrifaðar „eins og nýjar“ þrátt fyrir að vera búnar að kasta út nokkur hundruð þúsund dúfum.

 Image

Nýju vélarnar virka eins og hugur manns og næsta þriðjudag eru menn hvattir til að mæta á æfingu og prófa. Vélarnar voru settar á undirstöður gömlu dönsku Duematic vélanna en sjónarmunur var á hæð þeirra og nýju vélanna. því gæti reynst nauðsynlegt að lækka vélarnar en það er auðveldara að leggjast yfir það og mæla hæðina þegar vélarnar eru komnar upp, tengdar og farnar að kasta út dúfum. Nýr og fullkominn stórnbúnaður með skotmyntar-kerfi stýrir vélunum og er iðnaðartölva sem skammtar réttan fjölda dúfna og heldur utan um heildar dúfnafjölda sem notaður hefur verið. þá slökkva vélarnar á sér og afspennast þegaar síðasta dúfan fer út. þá er í sjónmáli lausn á langvarandi vandamáli með Progetti radd-stýrikerfið og verður greint frá því þegar það er í höfn. Grafa þurfti fyrir nýjum lögnum frá turni á velli 1 og yfir í mark-húsið og var settur staur á miðjan völlinni í leiðinni og rör inn í hús til að tengja í kapal með takkaboxi til að hleypa af vélunum. þessi framkvæmd tókst sem sagt framúrskarandi vel og er öllum sem lögðu hönd á plóginn þakkað fyrir. Enn eru þó nokkur handtök sem bíða og geta því óþreyjufullir félagsmenn sparað kraftana þangað til næsta kall kemur.

 Aftur upp ↑

'