Fréttir

Birt 14. apríl 2015 | Stjórn

Leirdúfumót

Jæja kæru félagar.

Á laugardaginn 18 apríl verður haldið innanfélagsmót í leirdúfuskotfimi á okkur fallega skotvelli.

Skotnir verða 3 hringir eða 75 dúfur.

Fyrsta skoti verður hleypt af á slaginu 10:00 þannig að mæting er æskileg í kringum 9:30.

Keppnisgjald er litlar 2000 kr sem er gjöf en ekki gjald fyrir svona frábæra skemmtun.

Einnig skilst mótsnefndinni að Guðmundur Yfirvallarstjóri komi til með að grilla pylsur að keppni lokinni.

Þessi dagur er einnig fyrsti dagurinn í hefðbundinni sumaropnun hjá okkur og vonumst við til að sjá sem flesta á vellinum hjá okkur í sumar, alltaf heitt á könnunni.

Minnum líka hreindýraveiðimenn á að fara skella sér í skotprófið.

 

kv StjórninAftur upp ↑

'