Fréttir

Birt 5. ágúst 2014 | Stjórn

Blandað Mót

Kæru Félagsmenn

Þá er komið að enn einu mótinu hjá okkur þetta sumarið.

Það verður haldið laugardaginn 9. ágúst og hefst klukkan 10:00. Skráning á staðnum og mæting svona kl 9:30.

Nú verður þetta tvíþætt hjá okkur.

Fyrst verður skotið af veiðirifflum á 150 og 200 metra færi sitjandi við borð með tvífótinn undir en ekkert að aftan annað en hendur.

Ekki verður gefið upp á hvað verður skotið á í rifflinum.

Eftir riffilinn verður svo farið í haglabyssuna og skotinn einn hringur í skeet.

Í lokin verða svo talin stig útúr þessu öllu saman og sigugvegari krýndur.

Pylsum verður svo skellt á grillið að móti loknu.

Fyrir alla þessa skemmtun þurfa keppendur aðeins að greiða litlar 2000 kr í keppnisgjald.

Vonumst til að sjá sem flesta.

 

kv Stjórnin

 Aftur upp ↑

'