Fréttir

Birt 10. júní 2014 | Stjórn

Veiðirifflamót

Veiðirifflamót verður haldið á skotvellinum okkar á föstudagskvöldið 13. júní.

Þetta er lokað félagsmót og byrjar kl 19:00, mæting 18:30.

Skotið verður í þremur stellingum á þremur færum.

Fyrst verður skotið á 100 metra í liggjandi stöðu með engann tvífót. Skotmarkið er hreindýraskotpróf.

Þar næst er setið við borð og tvífóturinn settur undir og skotið á 150 metra markið og aftur er það hreindýraskotprófið.

Í síðustu stöðunni er enn setið við borðið með tvífótinn undir og skotið á 200 metra markið.

Skotmarkið á 200 metrunum er hins vegar ekki gefið upp, sjón er sögu ríkari.

Keppnisgjald er litlar 1500 krónur sem greiðist á staðnum (erum með posa).

Við skráningum taka Gummi í síma 893-1495 og Óli í síma 899-3102. Skráning þarf að berast í síðasta lagi á fimmtudagskvöld.

Allir að mæta og gaman að þessu öllu saman

 

Kv Riffilnefndin

 Aftur upp ↑

'