Fréttir no image

Birt 5. maí 2014 | Stjórn

RIFFILMÓT

Kæru félagsmenn.

Þá er komið að okkar árlega 22lr móti en það verður á laugardaginn 10. maí á okkar fallega skotsvæði.

 

Vegna fyrirspurnar frá 17 hmr riffileiganda höfum við ákveðið að skipta mótinu upp eftir cal-stærðum.

17 hmr riffileigendur eru því hvattir til að fjölmenna og keppa um titilinn „besta 17 hmr skyttan“.

 

Skotið er í liggjandi stöðu, á hné og standandi á 50 metra færi. 10 skot í hverri stöðu.

Keppnisgjald er 1500 kr sem greiðist á staðnum um leið og skráð er til þáttöku.

Mæting er kl 9:30 og hefst mótið kl 10:00.

Að keppni lokinni verða grillaðar beikonvafðar pylsur.

Hvetjum alla til að blása rykinu úr hlaupinu og mæta á staðinn og hafa gaman með okkur og gúffa í sig pylsum eftirá.

 

StjórninAftur upp ↑

'