Fréttir no image

Birt 29. apríl 2010 | Stjórn

Greiðsla árgjalda og lásaskipti

Greiðsluseðlar hafa verið sendir út. árgjald er það sama og í fyrra; kr. 5000. Félagsmenn eru hvattir til að greiða og styðja félagið í viðleitni sinni að skapa framúrskarandi aðstöðu fyrir félagsmenn til að iðka skotfimi. Gjalddagi árgjalda er 10. maí n.k. og þann dag verður skipt um lása á æfingasvæðinu.

þeir sem greiða fyrir gjalddaga fá sendan nýjan lykil og skírteini en ætla má að það taki tvo eða þrjá daga að fá lykil og skírteini í hús eftir að greitt hefur verið.

Félagmenn eru hvattir til að senda stjórninni skilaboð um dvalarstað eða breytt heimilsfang á ssjo@isor.is ef hann er annar en skráð lögheimili 1. des. síðastliðinn.

 Aftur upp ↑

'