Fréttir no image

Birt 5. mars 2010 | Stjórn

Aðalfundur SFS verður haldinn miðvikudaginn 24. mars n.k.

Boðað er til aðalfundar Skotíþróttfélags Suðurlands þann 24. mars næstkomandi.

Fundurinn hefst klukkan 20:00 og verður haldinn í aðstöðuhúsi félagsins á skotsvæðinu. á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá fundarins er sem hér segir, skv. 15. gr. laga félagsins;

1) Fundarsetning.
2) Fundarstjóri kosinn.
3) Fundarritari kosinn.
4) Fundargerð síðasta aðalfundar lesin.
5) Skýrsla stjórnar.
6) Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
7) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
8) Umræður um skýrslur. Afgreiðsla reikninga.
9) árgjald ákveðið.
10) Lagabreytingar.
11) Stjórnarkosning samkvæmt 9. gr..
12) Kosning formanna fastanefnda.
13) Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
14) Kjör fulltrúa á þing HSK. og STí og jafn marga til vara.
15) önnur mál.
16) Fundargerð lesin.
17) Fundarslit.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum, nema um lagabreytingar sé að ræða, en þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Aðalfundur getur með 2/3 atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, sem komið er fram, eftir að dagskrá fundarins var auglýst

 

Aðalfundur verður auglýstur í fréttablaðinu Dagskránni á Suðurlandi, í félagsheimilinu og hér á vefsíðu félagsins. Boða skal til aðalfundar með einnar viku fyrirvara.

Stjórn félagsins hefur borist ein lagabreytingatillaga;

í þriðju málsgrein 11. greinar segir; „Aðalfund og félagsfund skal boða bréflega með a.m.k. viku fyrirvara“.

Málsgreining hljóði svo; “ Aðalfund og félagsfund skal auglýsa með a.m.k viku fyrirvara“.

 

 Aftur upp ↑

'