Fréttir no image

Birt 31. desember 2009 | Stjórn

Heillaóskir á nýju ári

Starfsemi félagsins lauk á árinu með hinu árlega áRAMóTI.  Tókst mótið með eindæmum vel og veðrið lék við keppendur.  Menn telja að sjaldan ef ekki aldrei hafi verðlaun verið jafn-glæsileg og raun bar vitni. 

Pétur bar sigur úr bítum, annar varð Davíð og þriðji varð Snorri eftir æsilegan bráðabana við Sigurð gjaldkera.  Vil ég nota tækifærið og óska félagsmönnum heilla og gæfu á komandi ári, um leið og ég þakka fyrir allt gamalt og gott.Aftur upp ↑

'