Nýr stjórnbúnaður fyrir haglabyssuvöll –2
Nú er á leiðinni til landsins stjórnbúnaður með myntboxi fyrir völl –2.
Búið er að gera upp við Nasta og ljúka málinu á farsælan hátt. Félagið fær búnaðinn í skiptum fyrir Progetti tækin og mikrafónana sem keyptir voru 2001. Nasta tekur því að hluta á sig afleiðingar þess að ekki tókst að fá búnaðinn til að virka eins og til stóð í upphafi. Búnaðurinn kemur til landsins á næstu dögum.