Fréttir no image

Birt 31. janúar 2009 | Stjórn

Opin mót SFS í skeet

Næstu tvö opnu mót SFS verða haldin laugardaginn 28. febrúar og laugardaginn 28. mars næstkomandi. Skotnir verða þrír hringir og final og öllum er heimil þátttaka.

 

þátttakendur eiga að vera mættir klukkan 9:30 og mótið hefst klukkan 10:00 stundvíslega. þátttökugjald er kr. 2000 og greiðist við skráningu. Keppt er á báðum völlum félagsins en eins og menn vita eru þeir búnir fullkomnustu kast-vélum á landinu og þarf að fara alla leið til Finnlands til að finna jafn góðar vélar. Allir eru velkomnir.

 Aftur upp ↑

'