Fréttir no image

Birt 3. júlí 2008 | Stjórn

Félagið hugleiðir kaup á nýjum kastvélum

Nýlega óskaði stjórn félagsins eftir tilboði í nýjar kastvélar á völl 1 (gamla völlinn).

Vélarnar sem nú eru á gamla vellinum eru af gerðinni Duematic og eru komnar til ára sinna. Félagið hefur hug á að kaupa nýjar vélar, sömu gerðar og eru á velli 2, en hann var tekinn í notkun árið 2002 og þær vélar þá keyptar nýjar. Gömlu vélarnar eru hinsvegar talsvert eldri, en þær voru teknar í notkun árið 1989. Hugmyndin er jafnframt sú að samræma stjórnbúnað vélanna og færa hann til nútíma horfs. þeir félagsmenn sem óska eftir að koma sinni skoðun á framfæri eru hvattir til að hafa samband við gjalderann, en hann hefur haft sig talsvert í frammi í undirbúningsvinnunni. Síminn er 863-1863  en einnig má senda ábendingar og með/á móti tilkynningar á ssjo@isor.is.

Ef af verður hafa menn látið sér detta í hug að setja gömlu Duematic vélarnar upp á sérstakri braut — fyrir veiðimenn og aðra þá sem vilja skjóta leirdúfur til gamans. það gæti verið kallað gæsaskeet. Cool

 

 Aftur upp ↑

'