Fréttir no image

Birt 6. maí 2008 | Stjórn

Búið að skipta um lása að skotsvæði SFS

Nýir lyklar hafa verið sendir félagsmönnum sem greitt hafa árgjald og þeim sem greiða árgjöld á næstunni verður að sjálfsögðu sendur lykill um hæl ásamt skírteini.

Brýnt er fyrir félagsmönnum sem nota skotsvæðið að ganga vel og snyrtilega um. Fyrir fáeinum dögum hvarf hengilás á keðjuhliði að félagssvæðinu og hefur ekkert til hans spurst. Einhverjir hafa komið að svæðinu, opnað og notað svæðið og horfið síðan á braut. það kom í hlut annarra félagsmenna að ganga frá og loka og fannst hengilásinn hvergi þrátt fyrir mikla leit.

 Aftur upp ↑

'