Fréttir no image

Birt 27. mars 2008 | Stjórn

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur var haldinn í Selinu á Selfossi miðvikudaginn 26. mars. Fimmtán manns sóttu fundinn.

Formaður flutti skýrslu um starfið á síðasta ári að lokinni kosningu fundarstjóra og -ritara. Gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og gerði grein fyrir þeim. Reiningar voru samþykktir með fyrirvara um endurskoðun og engar athugasemdir voru gerðar við skýrslu stjórnar. Gjaldskrárhækkanir voru almennt ræddar þegar tekinn var á dagskrá liður um ákvörðun árgjalds. Aðalfundur féllst á að hækka árgjald í kr. 5000 (var áður kr. 4000) en stjórn félagsins hyggst ekki hækka gjald á völlum enn sem komið er. þvínæst var gengið til kosninga í stjórn félagins. Tveir menn sem kosnir voru til tveggja ára á síðasta aðalfundi báðust undan því að sitja áfram og voru því kjörnir nýir menn í þeirra stað. Nýja stjórn skipa:

Formaður: Jóhann Norðfjörð Jóhannesson — endurkjörinn
Gjaldkeri: Sigurður Sveinn Jónsson — endurkjörinn
Ritari: Dagbjartur Ketilsson — var áður varamaður
Varformaður: Garðar Guðmundsson — kemur nýr í stjórn
Meðstjórnandi: Sigurbjörn Arnarson

Skipan í fastanefndir félagsins og í aðrar ábyrgðarstöður var vísað til stjórnar. Fundi var slitið um klukkan 23 eftir fjörlegar umræður undir liðnum „önnur mál“.Aftur upp ↑

'