Fréttir no image

Birt 19. janúar 2008 | Stjórn

Fréttir á nýju ári

Nú fer starf félagsins að fara af stað með hækkandi sól.

Stjórn fer bráðlega að undirbúa aðalfund og ný stjórn undirbýr starf félagsins á komandi sumri, skipuleggur æfingar og þess háttar. Skipaðir verða æfingastjórar og þeir sem óska eftir að gegna því starfi eru beðnir um að hafa samband við stjórnarmenn. Greiðsluseðlar fyrir árgjöldum verða sendir út eftir aðalfund og síðan á gjalddaga verður skipt um skrár á æfingasvæðinu. Verið er að kanna hvort ekki er unnt að gefa þeim sem vilja kost á að greiða árgjöldin með greiðslukorti en samkvæmt óformlegri könnun sem verið hefur í gangi á vefnum um alllangt skeið eru þó nokkuð margir sem myndu kjósa þann greiðslumáta. Aðstöðumál félagsins hafa verið mönnum hugleikin, ekki síst í ljósi þess að landsmót UMFí verður haldið á Selfossi innn fárra ára. Allir sem geta lagt málinu lið eru hvattir til að láta í sér heyra. Mikill húsakostur er ónotaður eftir virkjunarframkæmdir á Austurlandi og mætti kanna hvað félaginu getur lagst þar til. Nánari frétta af félaginu má vænta í kjölfar aðalfundar. //ssjoAftur upp ↑

'