Fréttir no image

Birt 19. ágúst 2007 | Stjórn

Komin er staðfesting frá Skotfélagi Reykjavíkur um að íslandsmótið um næstu helgi verður haldið á einum velli í álfsnesi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið leyfi fyrir mótinu og mun í leiðinni mæta á svæðið og mæla hávaða í nágrenninu. Skráningarfresti fyrir mótið lýkur á þriðjudagskvöldinu en stefnt er að því að æfingar keppenda verði á fimmtudag og föstudag. SR mun auglýsa það nánar á heimasíðu sinni, www.sr.is það er einnig áréttað í tilkynningunni að ekki verði um neinar aðrar æfingar að ræða en þær sem keppendur á umræddu móti þurfa á að halda.Aftur upp ↑

'