Fréttir no image

Birt 29. júlí 2007 | Stjórn

SFS-menn sigursælir á Blönduósi

Pétur Gunnarsson sigraði og Gunnar Gunnarsson varð í þriðja sæti. Sigurþór Jóhannesson úr SíH varð í öðru sæti eftir bráðabana við Gunnar Gunnarsson.

Mótið fór fram í fínu veðri þrátt fyrir lítilsháttar kul og smá vætu á laugardeginum. öll aðstaða var hin besta og skipulagningu hvergi ábótavant og fór mótið vel fram í alla staði. Lið SFS-a sigraði í liðakeppninni, lið SíH varð í öðru sæti og lið SFS-b í þriðja sæti.

Sautján keppendur tóku þátt og voru frá Skotíþróttafélagi Suðurlands, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Skotfélagi Akureyrar og Markviss á Blönduósi. úrslit má sjá hér á pdf-formi.Aftur upp ↑

'