Fréttir no image

Birt 24. júlí 2007 | Stjórn

Hvatning til félagsmanna og gesta á skotvelli SFS

það verður ekki of oft sagt að umgengni mætti vera betri á skotsvæði félagsins.

Nokkur brögð eru að því að menn gangi ekki nægilega snyrtilega um svæðið og eru allir hvattir til að bæta ráð sitt. Sérstaklega er bent á ábyrgð æfingastjóra en þeim er uppálagt að ganga frá vellinum og aðstöðuhúsi að æfingu lokinni. Fylla þarf á kast-vélar og sópa og þrífa upp dúfubrot og annað rusl og koma í ruslagám. Munið að öllum líður betur þegar umhverfið er hreint og þrifalegt.Aftur upp ↑

'